Námskeið
Neurodivergent nemendur í menntakerfinu
Þetta námskeið samanstendur af tveimur fyrirlestrum og umræðum þar sem fjallað er um hvernig best er að styðja við neurodivergent nemendur í skólastarfi. Þátttakendur fá aðgang að glærum, myndböndum, og notion skapalóni eftir fyrsta fyrirlesturinn og hafa 3 vikur til að nýta þær aðferðir sem verður farið yfir á fyrsta fyrirlestri. Svo mæta þátttakendur aftur í persónu og fá frekari fræðslu og stuðning við að nýta tækni og ráð sem farið verður yfrir á námskeiðinu. Námskeiðið er fyrir nemendur, foreldra, fagaðila, og aðra áhugasama um málefni neurodivergent nemenda í menntakerfinu og bjargráð sem þau geta nýtt sér.
Verð: 18.000kr
11. nóv 17:00-18:30 & 2. des 17:00-18:30
Verð: 18.000kr
30. okt 17:00-18:30 & 20. nóv 17:00-18:30
Online
Verð: 18.000kr
28. okt 17:00-18:30 & 18. nóv 17:00-18:30
Fyrirlestrar
Held fyrirlestra um inngildingu, aðgengi, og nemendur með námserfiðleika.
Þjónusta
Við rýnum í þarfir þínar og nemenda og hjálpum þér að finna bestu leiðirnar til árangurs.
​
​
Við búum til fjölbreytt og áhrifarík verkefni sem henta bæði í kennslustofu og í fjarnámi.
​
Við skoðum námsumhverfið, greinum hvað má bæta og leggjum til skýrar og framkvæmanlegar lausnir.
Við hjálpum til við að skipuleggja og byggja upp námskrá sem er skýr, aðgengileg og hvetjandi fyrir nemendur.
Við hönnum aðgengileg og inngildandi námskeið í samræmi við UDL og staðla um aðgengi. Við vinnum með allar tegundir námskeiða, hvort sem byrjað er frá grunni eða verið er að bæta við það sem fyrir er.
Við bjóðum sérsniðna þjálfun fyrir kennara og fagaðila sem vilja efla hæfni sína í aðgengi og bestu starfsvenjum í menntun.

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir
Stofnandi & framkvæmdastjóri
Jóhanna er aðgengissérfræðingur, kennsluhönnuður og námskrárhönnuður með BA-gráðu í menntavísindum og heilsueflingu frá University of Florida. Hún sérhæfir sig í að þróa inngildandi og aðgengileg námsumhverfi og nýtir bæði fræðilega þekkingu og persónulega reynslu til að skapa lausnir sem styðja fjölbreytta nemendur í menntakerfinu.